Viltu forvitnast eitthvað um okkur?
BMC er lítið og krúttlegt umhverfisvænt fjölskyldufyrirtæki (yngsti starfsmaðurinn er 8. mánaða) sem selur vandaðar og sérvaldar pre owned merkjavörur á netinu.
Við veljum vörurnar af fagmennsku, búum yfir mikilli reynslu og sterku tengslaneti og eigum í samstarfi við flotta einstaklinga bæði hérlendis og í London sem luma á földum fjársjóðum, oft flíkur og hluti sem erfitt er að finna!
Við fókusum á sérvaldar vandaðar og vel með farnar vörur, ónotaðar eða mjög lítið notaðar og eingöngu hluti sem í okkar huga eru góðir gullmolar.
Hjá okkur er hægt að eignast einstakar gersemar og við bjóðum upp á fjölbreytt úrval svo að sérhver viðskiptavinur ætti að geta fundið eitthvað einstakt sem hæfir bæði persónulegum smekk og stíl hvers og eins og skiptir okkur miklu máli að verðin séu sanngjörn.
Við seljum klassískar flíkur sem sum merki eru þekkt fyrir að framleiða og einnig hluti sem eru fágætir og erfitt er að finna.
Við bjóðum upp á alls konar flott merki (sum fást ekki hérlendis) eins og by Malene Birger, Celine, Paul Smith, Zadic & Voltaire, Max Mara, Tommy Hilfiger, Celine, Sand, Day by Birger Mikkelsen, Rag & Bone, Kristensen Du Nord, Kenzo, Hartford, Filippa K ofl ...
Þannig geta okkar viðskiptavinir fundið flík sem hentar hvort sem er í daglegu amstri, í vinnuna og tölum nú ekki um ef á að skella sér í betri fötin og mæta á viðburð eða gera sér dagamun.
Hvernig varð BMC til?
Hugmyndin að BMC vaknaði þegar Tinna Bergmann eigandi og stofnandi BMC flutti heim til Íslands árið 2018 eftir 13 ára dvöl í London. Hún þurfti að finna sér eitthvað að gera, eitthvað sem hún brynni fyrir og eitthvað þar sem námið og reynslan gætu nýst saman ...
Tinna hefur lokið BA(hons) námi í Fashion Design frá De Montford háskólanum í Englandi og var hún með sitt eigið merki, Tiaber, í 6 season þar sem hún tók þátt í td Paris fashion week og London fashion week. Hún hefur einnig opnað og rekið flaggskip Isabel Marant verslunina í Mayfair London. Unnið við útstillingar fyrir Harrods, Selfridges, Liberties og Harvey Nichols sem og unnið sem stílisti fyrir heimsfræg merki eins og Fendi, Stellu McCartney, Max Mara og Victoriu Beckham sem dæmi sem og getið sér gott orðspor sem persónulegur stílisti meðfram öllu þessu. Hugmyndin að BMC kviknaði þegar kúnnarnir hennar Tinnu voru orðnir spenntastir fyrir því hvað aðrir kúnnar mögulega sátu á í fataskápnum (og voru kannski ekki að nota), en við notum jú að meðaltali aðeins 20% af fataskápnum okkar! Spennan var ss fyrir hlutum sem fást ekki í búðunum (og þá snérist þetta sko ekki um peninginn), þó það skemmi auðvitað aldrei að fjárfesta töluvert minni pening í sömu gæði. Svo þetta varð fljótt algert “win-win” fyrir kúnnana hennar Tinnu.
Þegar heim var komið opnaði Tinna og rak verslunina GK Reykjavik við Hafnartorg og kviknaði hugmyndin að BMC gæti nú alveg átt sér samastað á litla Íslandi sem þó hafði átt sér nokkurn aðdraganda. Tinna eigaðist svo tvö börn á 2 árum og þá var eftir engu að bíða en að gera BMC að fjölskylduvænu fyrirtæki.
Með þessa einstöku reynslu að baki, þ.e blönduna frá hringiðu hátískunnar í London, kynni af íslenska markaðinum ásamt gullmolunum sem hún hafði haft með sér varð grunnurinn að BMC til!
Af hverju að velja BMC?
Hugsunin á bak við BMC er að gefa vel völdum og vönduðum pre owned merkjavörum nýtt líf með nýjum eigendum. Svona einskonar lúxus hringrás hátískunnar!
Þannig náum við að sporna við því offramboði sem ríkir á tískumarkaði og auka nýtni með því að gefa viðkomandi flíkum nýtt og lengra framhaldslíf.
Þannig stuðlum við að hringrásarkerfi sem er vænt bæði fyrir budduna og síðast en ekki síst umhverfi okkar allra.
Svo er líka bara ótrúlega skemmtilegt og gefandi að fleiri eigi kost á að eignast vandaða merkjavöru á góðu verði.
Við trúum því að þetta fyrirkomulag sé nauðsynleg viðbót í stækkandi flóru í íslenskri netverslun og viljum bjóða upp á grænni kost við kaup á vel valdri merkjavöru á sanngjörnu verði. Hornsteinn Buymychic er að votta uppruna merkjavara.
TINNA & GUÐRÚN, BUYMYCHIC